Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 9

9
Hafnarfjarðarbær lýsir hér með yfir því, að Golfklúbburinn Keilir hefir ótímabundinn afnotarétt yfir jörðinni Hvaleyri í Hafnarfirði,
eins og sú jörð er afmörkuð á viðfestri ljósmynd svo og afnotarétt yfir fasteignum öllum á jörðinni, nema húseignum Sveinskots, meðan
þær eru leigðar Ársæli Grímssyni og/eða konu hans til eigin nota.
Golfklúbburinn skal bera kostnað allan af eignum þessum og sjá um góða ræktun landsins.
Þurfi Hafnarfjarðarbær að nota eignir tilgreindar í 1. mgr. að hluta eða öllu leyti, lofar Hafnarfjarðarbær að sjá Golfklúbbnum
fyrir landi að svipaðri stærð, kosta ræktun þess, uppbyggingu flata og teiga, skv. teikningum íþróttamannvirkja arkitekts svo og að útvega
og kosta húsnæði, sem fullnægir starfsemi klúbbsins á sama hátt og þau húsakynni sem hann yfirgæfi við uppsögn þessa.
Klúbburinn skal hafa full og ótakmörkuð afnot eigna skv. 1.mgr., án sérstakrar greiðslu, unz Hafnarfjarðarbær hefir séð klúbbnum
fyrir aðstöðu þeirri, sem getur í næstu mgr. hér á undan.
Forsenda yfirlýsingar þessarar er sú, að klúbburinn geri engar frekari kröfur á hendur Hafnarfjarðarbæ vegna fjárframlaga klúbb-
sins vegna kaupa á mannvirkjum eða landi.
Þarna kemur fram það sem síðar greinir að ef klúbburinn ætlaði að koma sér fyrir á þessum stað þyrfti hann
sjálfur að kosta uppkaup á þeim mannvirkjum sem þar væri að finna og föl væru.
Ljóst er að stjórn Keilis sat ekki auðum höndum í landnámi sínu og þann 29. mars 1967 sendir hún Guð-
mundi Þ. Magnússyni kaupmanni og Kristjáni Steingrímssyni bifreiðastjóra, en þeir voru nágrannar þar sem
Guðmundur bjó á Hellisgötu 16 og Kristján á Álfaskeiði 40, bréf með tilboði um kaup á jörðinni Hvaleyri við
Hafnarfjörð með þessum orðum:
…Að þér seljið okkur greinda jörð með fasteignum þeim, sem þar nú standa ásamt öllu, sem þeim fylgir og fylgja ber, auk allra rétt-
inda, hverju nafni sem nefnast, sem þér nú eigið á greindri jörð, fyrir kr. 250.000,00- - tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur -.
Greiðslufyrirkomulag óskast rætt sérstaklega.
Guðmundur svaraði ekki bréfinu og sjá hér síðar svar Kristjáns en um þetta leyti hefur einnig verið rætt við
eiganda Vesturkots sem hann hefur svarað með handskrifuðu bréfi (varðveitt í ljósriti) á línustrikuðu blaði
dagsett 7. apríl 1967 þar sem segir:
Vegna þeirra viðræðna sem fram hafa farið að undanförnu um sölu á húsum sem við systkinin eigum á býlinuVesturkot á Hvaleyri vil
ég taka eftirfarandi fram:
1. Hús þau sem við eigum á jörðinni viljum við selja á kr. 460.000.00,-, fjögur hundruð og sextíu þúsund - , sem greiðist þannig:
kr. 200.000.00,-, tvö hundruð þúsund - við undirritun samnings. Eftirstöðvarnar kr. 260.000.00,-, tvö hundruð og sextíu
þúsund - greiðist með jöfnum afborgunum á fimm árum ásamt vöxtum.
2.Að ég fái að hafa sa. 1 hektara af suðvesturtúninu ásamt fjárhúsum til afnota fyrir mig til 1. október næstkomandi.
3.Að bæjarstjórn samþykki söluna og þau afnot af landinu sem fyrirhuguð eru.
4.Að séð verði ekki síðar en um næstu mánaðamót hvort samningar muni takast þar sem ég ætla að heyja túnið í sumar ef samn-
ingar takast ekki og þarf ég þá að bera áburð á það.
Virðingarfyllst,
Sigurður Gíslason
Með þessu hafði Keili tekist að kaupa Vesturkot, húsið sem átti eftir að verða fyrsta félagsheimili klúbbfélaga.
Svo ekki hefur Sigurður þurft að heyja túnið þetta sumar.
Til eru bréf dagsett 12. júní það ár til bæjarstjórnar Kópavogs þar sem fram kemur að klúbburinn hafi
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,...74
Powered by FlippingBook