Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 10

10
fengið allt ræktað land, um 25-30 hektara, á Hvaleyri sunnan Hafnarfjarðar til umráða fyrir starfsemina næstu
ár að minnsta kosti, eins og það er orðað. Gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að kaupa sláttuvélar og önn-
ur nauðsynleg tæki svo eðlileg starfsemi þyrfti ekki að tefjast vegna tækjaskorts. Golfiðkun var þegar hafin
á svæðinu og þá höfðu sex holur verið teknar í notkun en nánar er vikið að golfvallaþróun á Hvaleyri í sér-
stökum kafla hér síðar. ,,Tæplega þarf að geta þess að við mikla byrjunarörðugleika er að etja, og félagsgjöld,
sem er eini tekjustofn klúbbsins, hrökkva ekki til að standa straum af nauðsynlegum greiðslum,” segir í bréfinu
og síðan er þess farið á leit við bæjarstjórnina að hún styrki Keili um allt að 75 þúsund krónur. ,,Stjórnin er
þess fullviss, að háttvirt bæjarstjórn tekur þessari beiðni vel, og væntir þess að málið verði fljótlega afgreitt í
hæstvirtri bæjarstjórn,” segir í niðurlagi. Ekki er ljóst hvort klúbburinn fékk þessa peninga en víst er að þeir
fiska allavega ekki sem ekki róa.
Samkomulag Keilis og Hafnarfjarðarbæjar fól í sér þá skilmála, sem fyrr eru nefndir, að Keilir fengi keypta
aðra þá hluta sem voru í einkaeigu þótt ekki sé það sérstaklega tilgreint í yfirlýsingu þeirri sem fyrr er getið
og Hafnarfjarðarbær virðist hafa gefið út vegna Hvaleyrarinnar. Um skilmálana má lesa í fyrstu fundagerðabók
Keilis þar sem Jónas Aðalsteinsson útskýrir þessi mál á aðalfundinum 16. nóvember 1971. Þar kemur fram
að Keilir mætti vera á Hvaleyrinni næstu fimm árin ef forsvarsmönnum hans tækist að kaupa þær eignir sem
bærinn ætti. Ef bærinn þyrfti að taka landið myndi hann greiða hluta klúbbsins að frádregnum 7% ársvöxtum.
Hann sagði áríðandi að „ná saman við Hafnarfj. en þó betra að gera engan samning en slæman.“
Til er handskrifað blað dagsett 5. apríl 1967. Þar segir:
Sem svar við tilboði yðar dags. 29/3 - 67 um kaup á Hvaleyri vil jeg taka fram að ég er reiðubúinn til að selja minn hlut í eignum
og réttindum á Hvaleyri fyrir kr. 200.000.00.Tvö hundruð þúsund krónur.Virðingarfyllst, Kristján Steingrímsson Álfask. 40.
Málin þróuðust síðan á þann veg að Kristján bauð
Hafnarfjarðarbæ forkaupsrétt að hálflendunni
ásamt ábúðarrétti, húsum og girðingum, fyrir 175
þúsund krónur og gaf út afsal fyrir þessum eignum
á þessu verði þann 16. maí 1967.
Þann 28. júní 1967 sendir Keilir Guðmundi
Þ. Magnússyni kaupmanni bréf… (sjá bréfið hér
fyrr). Guðmundur var kallaður Guðmundur hokk
og átti verslun í Hafnarfirði sem hét Framtíðin.
Guðmundur var fæddur á Hvaleyri árið 1900
og átti einnig vélsmiðju í bænum en var titlaður
kaupmaður í bréfum frá Keili. Hann átti hálf-
lenduna í óskiptri sameign á móti Kristjáni Stein-
grímssyni en hann vildi ekki skipta henni á móti
Keili. Í bréfi frá klúbbnum sem er dagsett 28. júní
1967 og stílað er á Guðmund stendur meðal annars:
Hluti af samkomulagi
Keilis og Hafnarfjarðar-
bæjar um golfvallarstæði
var að klúbburinn keypti
upp allar eignir á Hvaleyri.
Hér er skriflegt svar frá
Kristjáni Steingrímssyni
um sölu hans á sínum
sinn hlut.
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...74
Powered by FlippingBook