Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 11

11
Eins og yður hefir nú þegar verið tilkynnt munnlega, erum við orðnir eigendur að eignarhluta hr. Kristjáns Steingrímssonar í Hvaleyri
við Hafnarfjörð og eigum hann, á sama hátt og Kristján áður átti, í óskiptri sameign með yður að hálfu - allt í samræmi við ákvörðun
bæjaryfirvalda í Hafnarfirði frá í maí s.l.
Við höfum áður tilkynnt yður, að við munum nýta okkar hluta eignarinnar strax nú í sumar. Með hliðsjón af því, að eignin er í
óskiptri sameign, beinum við þeim tilmælum til yðar, að við skiptum sjálfir með okkur landi, túni og órækt, innan girðingar, og slítum
þannig sameign okkar á þeim hluta Hvaleyrar.
Bréfið er undirritað f.h. stjórnar Keilis af Jónasi A. Aðalsteinssyni formanni. Guðmundur svaraði ekki þessu
erindi Keilisfélaga sem til dæmis sést af því að þann 10. júlí 1967 sendir Jónas formaður bæjarfógetanum í
Hafnarfirði ósk um að fógetinn dómkveðji tvo sérfróða og óvilhalla menn, til skoðunar og matsgerðar svo sem
að neðan greinir. Og þá kemur reifan málsins:
Í maí s.l. urðum við eigendur að hálfri hálflendunni Hvaleyri við Hafnarfjörð í óskiptri sameign að hálfu á móti Guðmundi Þ.Magnús-
syni, kaupm., Hellisgötu 16, - allt samkvæmt ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær á landið allt, en hefir leigt
okkur helming þess, þ.e.a.s. þann hluta, sem Kristján Steingrímsson, Álfaskeiði 40, áður hafði.Afsöl Kristjáns til bæjarins er dags. 16.5.
1967, en samningar um kaupin munu hafa átt sér stað nokkru fyrr milli þeirra aðila. Landið innan girðingar er þannig í óskiptri
sameign eins og áður greinir, og beindum við því til sameiganda okkar með bréfi dags. 28. 6. 1967, að við skiptum sjálfir landinu í
samræmi við greind hlutföll og slitum þannig þeirri sameign. Því bréfi hefir Guðmundur ekki svarað.
Því er þess óskað, að matsmenn lýsi sjálfstætt staðháttum á landinu innan girðinga, ræktun sem órækt, skipti því landi í tvo jafna
hluta og segi til um hvorn hlutann hvor aðili skuli fá.
Forsvarsmenn Keilis, með
Jónas A.Aðalsteinsson
formann og lögmann í
broddi fylkingar, þurftu
að fara fyrir dóm með
hluta af landaskiptum
vegna uppkaupa klúbbsins
á eignum. Keilir vann
málið.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...74
Powered by FlippingBook