Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 4

4
nefnd til að undirbúa fundinn og semja lög væntanlegs golfklúbbs. Í nefndina voru kosnir: Jónas Aðalsteinsson, Sigurður Helgason, Sigur-
bergur Sveinsson og Hafsteinn Hansson. Nefndin hóf þegar undirbúning að stofnfundi og samningu laga fyrir golfklúbbinn.
Eru síðan rakin í gerðabókinni þau lög fyrir Golfklúbbinn Keili sem lögð voru fyrir stofnfund. Þar kemur fram
að félagssvæði klúbbsins skuli miðast við Hafnarfjörð, Kópavog, Garða- og Bessastaðahrepp og innganga verði
öllum frjáls að fengnu samþykki klúbbstjórnar. Íbúar á félagssvæðinu skyldu þó ganga fyrir við inntöku að
öðru jöfnu.
Reynt var að ná samningum við Ríkisspítala um landssvæði á Vífilsstöðum undir golfvöll eins og síðar
verður rakið en það tókst ekki. Eins og segir í fundargerðinni hér að framan hafði Sigurbergur Sveinsson vakið
máls á því við Hafnarfjarðarbæ að Hvaleyrartanginn fengist undir golfvöll og félagsstarf Keilis. Landið var í
eigu Legatsjóðs Flensborgarskóla sem Ágúst Fjeldsted stýrði en bæjarstjórn Hafnarfjarðar annaðist. Sjóðurinn
hafði leigt landið sex aðilum til ábúðar og áttu ábúendur sjálfir hús þau sem þeir höfðu reist til eigin nota og
aðrar framkvæmdir á bæjunum. „Hafnarfjarðarbær hafði ítrekað reynt að leysa til sín ábúðarrétt bændanna
og kaupa fasteignir þeirra með það í huga að nýta landið sem byggingarland. Það hafði bænum ekki tek-
ist gagnvart landmestu býlunum, Hálflendunni Hvaleyri, Vesturkoti og Sveinskoti,“ segir í samantekt Jónasar
Aðalsteinssonar, fyrsta formanns Keilis um upphafið. Og Jónas heldur áfram:
Eftir því var leitað af hálfu GK við Hafnarfjarðarbæ, fyrir hönd sjóðsins, að bærinn myndi samþykkja klúbbinn sem leigutaka alls
landsins í 10 til 20 ár ef GK tækist að leysa til sín eignir ábúendanna og ábúðarrétt þeirra. Bærinn samþykkti þetta, taldi þá tilraun
vel þess virði.
Samningar tókust fyrst við ábúanda og
eiganda Vesturkots og var það íbúðarhús gert
að fyrsta klúbbhúsi Keilis. Síðan náðust samn-
ingar við ábúanda og eiganda Sveinskots, Ársæl,
sem varð fyrsti og besti sláttumaður klúbbsins.
Þá náðust samningar við annan tveggja
eigenda Hálflendunnar Hvaleyrar sem átti
ábúðarrétt þess býlis jarðarinnar í óskiptri
sameign með öðrum aðila sem nýtti hana í
eigin þágu. Ekki náðist samkomulag við þann
aðila í fyrstu um skipti hálflendunnar. Þá var
brugðið á það ráð að hópur golffélaga skipti
landinu í tvo jafnstóra hluta í skjóli nætur með
girðingu. Sá hluti sem GK tók til sín með þeim
hætti var tengdur því landi sem þegar hafði
verið keypt af hálfu GK. Þetta nýfengna land skipti reyndar sköpum fyrir völlinn sem þá fyrst náði viðunandi stærð.
Síðarnefndi aðilinn fór í mál við GK og krafðist þess að þessi næturskipti yrðu ógilt. Þegar hann hafði tapað því máli fyrir dómi
á bæjarþingi Hafnarfjarðar gekk hann til samninga við GK um hans hluta í landinu sem og íbúðarhúsið. Skildu menn sáttir eftir þau
kaup og var GK þá kominn með rétt til alls lands á Hvaleyri.
Þá voru aðeins eftir kaup á nokkrum kofaskriflum og rústum. Í einum rústunum bjó reyndar andlega sjúkt heljarmenni sem golf-
spilarar tóku mjög stóran sveig framhjá ef hann kom upp og út úr verustað sínum í rústunum til að gá til veðurs. Ættingjum mannsins
tókst þó nokkrum mánuðum síðar að koma honum til lækninga og þá var tækifærið notað, húsnæðið tæmt og fyllt með jarðefni og
síðan sléttað úr öllu með jarðýtu.
Vesturkot á fyrri hluta
20. aldar. Það varð síðar
fyrsti golfskáli Keilis.
Ljósm.: Byggðasafn
Hafnarfjarðar.
1,2,3 5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,...74
Powered by FlippingBook