Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 6

6
og aðstoðar en ekki kemur fram í fundargerðinni hvaða fólk varð þar fyrir valinu. Þá lagði Sigurbergur Sveins-
son fram fjárhagsáætlun sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þar með var Golfklúbburinn
Keilir stofnaður og hefur 25. apríl síðan verið talinn hinn formlegi afmælisdagur klúbbsins.
Þann 18. júlí 1967 sendi Jónas formaður Golfsambandi Íslands umsókn Keilis um aðild að sambandinu
og tilgreint var í bréfinu að þá hefði þegar verið sótt um aðild að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar. Svarbréf GSÍ
barst um hæl, dagsett 21. júlí 1967 og það var hátíðlega orðað, undirritað af Sveini Snorrasyni. Bréfið hefst
svo:
Heiðrað bréf yðar dagsett 18. þ. m. höfum við móttekið. Umsókn yðar um aðild að Golfsambandi Íslands hefur verið samþykkt af
öllum stjórnarmönnum Golfsambandsins. Er okkur mikil ánægja í því að bjóða yður velkomna til samstarfs.
Ákveðið var að kenna klúbbinn við eldfjallið Keili, glæsilegt náttúrufyrirbæri, sem sæist vel frá öllum sveitar-
félögum á félagssvæði klúbbsins en væri þó ekki innan vébanda þeirra. Heitið væri því hlutlaust og væri í
sjálfu sér ekki hindrun gagnvart aðildarsveitarfélögum klúbbsins varðandi fjárveitingar að því er fram kemur í
viðtali við Jónas Aðalsteinsson fyrsta formann Keilis hér síðar.
Á fyrsta starfsárinu var Eiríkur Smith beðinn um að teikna merki fyrir klúbbinn sem hann gerði en Eiríkur
var einmitt mikilvirkur í starfinu, ekki síst á sínu sérsviði sem er myndlistin eins og flestum má vera kunnugt.
Merkið er hringlaga, umlukið svörtum feitletruðum hringlaga ramma og samsett þannig að í miðjum innri
hringnum sem umlukinn er tvöföldum svörtum hringlaga ramma er rétt þríhyrnd mynd sem táknar ein-
Fyrsta fundargerðin í
fyrstu fundargerðarbók
Keilis. Fyrri stofn-
fundurinn var haldinn
18. febrúar þar sem
fyrsta stjórnin var kosin.
Síðari stofnfundurinn var
haldinn 25. apríl sem er
formlegur afmælisdagur
klúbbsins.
1,2,3,4,5 7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,...74
Powered by FlippingBook