Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 3

3
Golfklúbburinn Keilir var stofnaður árið 1967 en þá höfðu nokkrir golfáhugamenn úr Hafnarfirði, Garðabæ,
Kópavogi og Reykjavík tekið sig saman talsvert fyrr til að kanna hvort heppilegt svæði til að stunda golf fyndist
í einhverju þessara bæjarfélaga. Ákveðið hafði verið að gera völl í Grafarholtinu í Reykjavík en ætla má að
golfáhugafólki, sem búsett var í talsverðri fjarlægð frá því svæði hafi þótt fulllangt að sækja.
Frá þessu segir í fyrstu fundargerðabók Keilis þar sem tildrögin eru rakin með rithönd Hafsteins Hans-
sonar. Þar segir:
Það eru liðin nokkur ár síðan menn fóru fyrst að íhuga möguleika á stofnun golfklúbbs í Garðahreppi, Hafnarfirði og Kópavogi og
munu það hafa verið nokkrir golfáhugamenn í þessum þrem byggðalögum sem veltu þessu fyrir sér hver í sínu lagi. Það fyrsta sem svo
kemur hreyfingu á þetta mál er það að Hafsteinn Hansson Garðahreppi vekur máls á þessu við sveitunga sína þá Jónas Aðalsteinsson og
Jóhann Níelsson ásamt sveitarstjóra hreppsins, Ólaf Einarsson.
Allir voru þessir menn málinu mjög hlynntir og kvaðst Ólafur sveitarstjóri vilja gera það sem í sínu valdi stæði til að greiða fyrir
framgangi þessa máls, en litlar horfur væru hinsvegar á að finnast mundi land í hreppnum sem hentugt væri undir golfvöll.
Það var svo í október 1966 að boðað var til fundar að Hábæ í Reykjavík. Á þessum fundi mættu Hafsteinn Hansson, Jónas Aðal-
steinsson, Jóhann Níelsson, Daníel Pétursson, Júlíus Sólnes, Hafsteinn Þorgeirsson og Páll Ásgeirsson.
Ennfremur var boðinn til fundarins Sveinn Snorrason formaður golfsambandsins og veitti hann fundinum ýmsar upplýsingar
varðandi lög og tilhögun við stofnun golfklúbba. Á fundinum kom meðal annars fram að golfáhugamenn í Hafnarfirði og Kópavogi
væru að kanna möguleika á stofnun golfklúbba og var samþykkt að tala við þessa menn um möguleika á að sameina golfáhugamenn í
þessum þrem byggðalögum um stofnun eins golfklúbbs.
Einnig var upplýst á fundinum að möguleiki væri á að fá hluta af Vífilstaðatúninu undir golfvöll vegna þess að í ráði væri að
leggja niður ríkisbúskap á staðnum.Var svo ákveðið að halda annan rabbfund að mánuði liðnum og boða til hans alla þá golfáhuga-
menn í þessum þrem byggðalögum sem til næðist.
Sá fundur var svo haldinn í nóvember 1966 í skólahúsinu í Garðahreppi og voru þar mættir um 30 menn úr Hafnarfirði, Kópa-
vogi og Garða- og Bessastaðahreppi.
Hafsteinn Hansson bauð fundarmenn velkomna og skýrði fundarmönnum frá tildrögum fundarins, síðan bað hann Jóhann Níels-
son að vera fundarstjóra og Sigurberg Sveinsson að vera fundarritara.
Það kom greinilega fram á fundinum að mikill áhugi var fyrir þessu máli. Ólafur Einarsson sveitarstjóri útskýrði skipulagsteikn-
ingar af Garðahreppi og ræddi möguleika heppilegu landssvæði fyrir golfvöll, ennfremur tók Sigurður Helgason Kópavogi til máls og
ræddi möguleika á samningum um leigu áVífilstaðatúninu. Sigurbergur Sveinsson Hafnarfirði talaði einnig og sagðist hafa rætt þetta
mál við forráðamenn Hafnarfjarðarbæjar og væri ekki útilokað að fá leigðan Hvaleyrartangann undir golfvöll.
Spunnust um þetta allfjörugar umræður og var einróma samþykkt að efna til stofnfundar snemma á árinu 1967 og var kosin
Aðdragandinn og stofnun Keilis
1,2 4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,...74
Powered by FlippingBook