Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 5

5
Nánar verður vikið að „stóra landaskiptamálinu“ síðar í þessu riti enda var
ekki á vísan að róa með að Golfklúbburinn Keilir fengi aðstöðu og vallar-
stæði á Hvaleyri þótt bæjarstjórn Hafnarfjarðar segðist tilbúin að heimila
klúbbnum að hafa þar heimilisfesti. Það kostaði forsvarsmenn Keilis „blóð,
svita og tár“ áður en yfir lauk.
Ákveðið var að boða til stofnfundar sem haldinn var 18. febrúar 1967.
Þar voru mættir 64 eldheitir golfáhugamenn, bæði karlar og konur. Fundar-
stjóri var Jóhann Níelsson og fundarritari Rúnar Guðmundsson. Sigurberg-
ur Sveinsson flutti skýrslu undirbúningsnefndar og var að því loknu borin
fram tillaga um stofnun golfklúbbs sem var samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum. Síðan var kynnt tillaga að lögum fyrir klúbbinn og spunnust um
hana fjörugar umræður. Lögin voru að lokum samþykkt með einhverjum
breytingum á 9., 10. og 13. grein. Síðan var kosið í fyrstu stjórn Keilis og hlutu
kosningu þeir Jónas A. Aðalsteinsson, Garðahreppi, formaður, Sigurberg-
ur Sveinsson, Hafnarfirði og Sigurður Helgason, Kópavogi, meðstjórnend-
ur og til vara Hafsteinn Hansson, Garðahreppi, og Rúnar Guðmundsson,
Hafnarfirði. Að lokum var samþykkt tillaga um að halda framhaldsaðalfund.Tillagan fól í sér að aðalfundinum
skyldi frestað um nokkurn tíma, þó ekki lengur en tvo mánuði, og skyldi hinni nýkjörnu stjórn falið að sjá um
undirbúning og störf þess fundar.
Framhaldsaðalfundurinn var haldinn 25. apríl 1967 í félagsheimili Kópavogs. Fundarstjóri var tilnefndur
Jóhann Níelsson að vanda og sömuleiðis Rúnar Guðmundsson sem ritari án mótbára og var fundurinn settur
kl. 20:45. Kosið var 12 manna fulltrúaráð samkvæmt lögum klúbbsins sem skyldi vera stjórninni til ráðuneytis
Loftmynd af Hvaleyri árið
1960 meðan þar var enn
blómlegur búskapur.
Ljósm.: Byggðasafn
Hafnarfjarðar.
Frá stofnfundi Golfklúbbsins
Keilis 1967. Frá vinstri:
Hafsteinn Hansson,
Sigurbergur Sveinsson,
Birgir Björnsson, Jónas A.
Aðalsteinsson fyrsti formaður
klúbbsins og Guðmundur
Rúnar Guðmundsson.
Mynd úr safni Keilis.
1,2,3,4 6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,...74
Powered by FlippingBook