Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 8

8
Strax í kjölfar stofnunar Keilis þann 18. febrúar 1967 hófst nýkjörin stjórn handa við að afla klúbbnum lands
og fjár til starfseminnar. Málið var rakið í stórum dráttum í upphafi þessa rits en hér verður farið nánar í
saumana á málinu enda reyndust úrræði og ráðabrugg forsvarsmanna Keilis afar mikilvægir þættir í því að
Hvaleyrin fékkst að lokum undir golfvöll.
Með bréfi dagsettu 1. marz 1967 og stílað er á bæjarráð Hafnarfjarðar segir frá stofnun Keilis þar sem mættir
voru um 60 aðilar, bæði karlar og konur. Rakið er að stofnfundi hafi verið frestað þennan dag, 18. febrúar, þegar
stjórnarkjör hafði farið framog og stjórninni falið að finna og falast eftir landi undir golfvöll. Fyrsta stjórnin hefur
skrifað undir þetta bréf þar sem segir að téðir stjórnarmenn hafi fundið hentugt land undir starfsemi klúbbsins
á Hvaleyri, sunnan Hafnarfjarðar, sem þeir telji raunar eina hentuga landið undir slíka starfsemi í lögsagnar-
umdæmi Hafnarfjarðar. Óskað er eftir því að bæjarráðið hlutist til um að þetta land fáist leigt Golfklúbbnum
Keili undir golfvöll og tilgreint
er allt ræktað land á Hvaleyrar-
tanga, eins og það er orðað. Í
bréfinu þykir stjórninni rétt að
geta þess að sumir, ef ekki allir
ábúendur á Hvaleyri muni fúsir
til viðræðna um erindið. Þess er
vænst að bæjarráðið svari þess-
ari málaleitan sem allra fyrst á
jákvæðan hátt svo unnt verði að
hefja starfsemi strax næsta vor.
Í óundirritaðri yfirlýsingu
frá Hafnarfjarðarbæ um þetta mál
sem finna má í gögnum Keilis
(tilgreind ljósmynd fylgir þó ekki)
segir:
Landnám golfsins á Hvaleyri
Loftmynd frá1968.
Hvaleyrin er frá náttúrunnar
hendi eins og sköpuð fyrir
golfvöll þar sem jarðvegur er
blanda af sandi og mold.
Tún hafa verið ræktuð þar
um árhundruð, jafnvel allt
frá landnámi.
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...74
Powered by FlippingBook