Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 7

7
kennisfjall klúbbsins, Keili á Suðurnesjum, í ljósbláum
lit á hvítum grunni og ber við það svarta golfkylfu fyrir
upphafshögg (driver), einkum kylfuhausinn. Neðan við
er stofnárið 1967 en milli aldar og áratuga er hringur
sem táknar golfbolta - 19 o 67. Utan um þessa mynd
er síðan dökkgulur hringur (bakgrunnur) og á hann
letrað með rauðum stöfum heiti klúbbsins og milli
orðanna, sitt hvorum megin neðan við G í upphafi og
N í enda í orðinu GOLFKLÚBBURINN eru tveir odd-
mjóir þríhyrningar eða fleygar sem tákna golftí og þar
fyrir neðan stendur feitletrað
KEILIR
.
Ári eftir að Keilir var stofnaður voru félagar strax
orðnir um 100. Klúbburinn hafði fengið landið á Hval-
eyri frá Hafnarfjarðarbæ gegn því að hann keypti allar
fasteignir á landinu sem voru í eigu annarra aðila. Á
fyrsta árinu hafði klúbburinn keypt liðlega helming allra þessara eigna og tekist að standa undir greiðslum
vegna þess. Árið 1968 tókust síðan samningar um kaup á þeim eignum sem eftir stóðu. Þá bar svo við að gjald-
dagar flestra skuldbindinga klúbbsins voru í maí en tekjurnar skiluðu sér ekki fyrr en á sumarmánuðum. Það
þýddi að þetta nýstofnaða íþróttafélag vantaði talsvert fjármagn og það strax. Jónas formaður og stjórn hans
brá á það ráð að senda nokkrum lánastofnunum erindi þar sem sótt var um lán að heildarfjárhæð 300 þúsund
krónur og var hver og ein beðin um 60 þúsund. Þetta voru Iðnaðarbankinn og Samvinnubanki Íslands í
Hafnarfirði, Sparisjóður Kópavogs og Útvegsbankinn í Kópavogi og Sparisjóður Hafnarfjarðar. Segir ekki frekar
af árangri þessara bréfaskrifta en á 50 ára afmæli klúbbsins er ljóst að hann hefur „lifað af“ ýmsar fjárhags-
legar hremmingar, ekki síst á upphafsárunum. Áttu þar margir hlut að máli en mikið hefur mætt á fyrstu stjórn
Keilis sem átti í mörg horn að líta.
Eiríkur Smith teiknaði
merki Golfklúbbsins Keilis.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...74
Powered by FlippingBook